Upplifun
Verkefninu um vísindaferðamennsku er ætlað að hvetja ferðafólk til að taka beinan þátt í því að rannsaka eða fylgjast með ferlum sem varða vísindi loftslagsbreytinga. Því hafa verið lagðar fram leiðbeiningar um hönnun vísindaferða og vísindalegt eftirlit almennra borgara með hliðsjón af þeim fræðum.
Frumgerð vísindaferðaþjónustu
Ferðafrömuðurinn Stephan Mantler rekur ferðaþjónustufyrirtækið Háfjall í héraði og er samstarfsaðili verkefnisins um vísindaferðamennsku. Hann var beðinn um að þróa og móta frumgerð vísindaferðaþjónustu sem myndi standa ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu til boða þeim að kostnaðarlausu. Frumgerðin er ætluð jafnt erlendum sem íslenskum viðskiptavinum og hún byggist á vísindum loftslagsbreytinga.
Borgaravísindi – jöklabreytingar í Vatnajökulsþjóðgarði skoðaðar á gömlum ljósmyndum
Lengi hefur verið fylgst skipulega með íslenskum jöklum en það starf hófst formlega með stofnun Jöklarannsóknafélags Íslands árið 1950 á vegum sjálfboðaliða. Allar götur síðan hefur áherslan á það að fylgjast með ástandi íslenskra jökla bara færst í aukana því staða þeirra er mikilvæg vísbending um loftslagsbreytingar á heimsvísu. Verkefninu Borgaravísindi – jöklabreytingar skoðaðar á gömlum ljósmyndum (Citizen Science Repeat Photography) er ætlað að gera áhugafólki um þessi vísindi kleift að viðhalda hefðinni með því að taka með reglulegu millibili myndir af skriðjöklum með símum sínum á ákveðnum stöðum. Fastir staðir fyrir þannig myndatöku innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa verið skilgreindir. Hægt er að hlaða upp jöklamyndum og bera þær saman til framtíðar litið á vefsetri sem verið er að koma á laggirnar. Sumir staðanna er valdir í ljósi fyrirliggjandi mynda frá fyrri áratugum þannig að nú þegar er hægt að kynna sér hraðfara breytingar þessa ísilagða landslags.
Verkefninu er ætlað að gera áhugafólki um þessi vísindi kleift að viðhalda hefðinni með því að taka með reglulegu millibili myndir af skriðjöklum með símum sínum á ákveðnum stöðum. Fastir staðir fyrir þannig myndatöku innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa verið skilgreindir. Hægt er að hlaða upp jöklamyndum og bera þær saman til framtíðar litið á vefsetri sem verið er að koma á laggirnar. Sumir staðanna er valdir í ljósi fyrirliggjandi mynda frá fyrri áratugum þannig að þegar er hægt að kynna sér hraðfara breytingar þessa ísilagða landslags.