Menntun
Samdar hafa verið leiðbeiningar og stutt fræðslunámskeið um verkefnið vísindaferðamennska til að auka færni starfsfólks ferðaþjónustunnar í að miðla þekkingu um loftslagsbreytingar og að skipuleggja vísindaferðir.
Að miðla vísindalegri þekkingu í ferðaþjónustu
Samskiptaráðgjafi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tók það að sér fyrir hönd Rannsóknasetursins á Hornafirði að greina aðferðir við miðlun vísindalegra upplýsinga hjá þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem leggja áherslu á náttúruna á jöklasvæðum Suðausturlands. Mótaðar voru ráðleggingar og leiðbeiningar um framsetningu loftslagsvísinda í ferðaþjónustu.
Stuðningur við mótun vísindaferðamennsku
Fab Lab (Fabrication Laboratory) smiðjan á Höfn í Hornafirði býður þeim ferðaþjónustufyrirtækjum stuðning sem vilja móta þjónustu a sviði vísindaferðamennsku. Fab Lab er smiðja búin tölvustýrðum tækjum og tólum til að búa til nær allt það sem hugurinn girnist. Fab Lab smiðjan gefur bæði einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Hér má finna skrá yfir þá fjölbreyttu þjónustuþætti sem Fab Lab leggur verkefninu um vísindaferðamennsku til:
Fab Lab hefur auk þess gert eftirfarandi myndbönd til þess að kynna þjónustuþættina sem smiðjan leggur til verkefninu um vísindaferðamennsku: