Nýsköpun

Eitt helsta markmið verkefnisins um vísindaferðamennsku er að hanna og þróa ferðir þar sem fjallað er um breytingar í veðurfari á vettvangi og þátttakendur fá fræðslu um þetta mikilvæga viðfangsefni þar. Hér má finna skipulagðar ferðir með það fyrir augum að auka þekkingu ferðafólksins á áhrifum loftslagsbreytinga og þeim viðfangsefnum og ferlum sem eru í gangi á Íslandi.

Jöklaævintýri

Hér er farið með námsfólk í fræðandi jöklagöngu og kostur gefinn á ísklifri. Þátttakendum er gerð grein fyrir því hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á hop jökulsins. Að göngu lokinni heimsækir hópurinn Fjóshlöðuna á Hala, miðstöðina okkar, þar sem við grillum saman og fjöllum á samræðuformi um sjálfbærni og loftslagsbreytingar.

Image
Glacier adventure logo

Vanishing Giants

Stutt heimildarmynd um vísindaferðir Glacier Adventures, gerð af nemanum Rehan Ali.

Öræfaskólinn

Öræfaskólinn er 4 daga ferð með leiðsögumanni um Öræfasveit en hún er alveg einstök lifandi fræðslustofa um umhverfið í víðtækum skilningi. Í Öræfaskólanum er boðið upp á jöklagöngu, ísklifur og fjallaferðir ásamt fræðslu sem til þess er ætluð að dýpka skilning þátttakenda á mikilvægustu ferlunum að baki stórfelldum breytingum á svæðinu. Þar eru efstar á baugi loftslagsbreytingar ásamt mótun lands af jöklum og eldgosum. Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við Öræfaskólann.

Image
Öræfaskólinn - logo

Stepman

Hjá Stepman er boðið upp á fjölskylduvæna heilsdags vettvangsferð þar sem sýnt er fram á loftslagsbreytingarnar í umhverfi okkar. Í ferðinni er lögð sérstök áhersla á hraðar breytingar í umhverfi jökla á Íslandi, hvernig hækkandi hitastig og aðrar breytingar í veðurfari hafa áhrif á þá og hvernig best er að nota myndavélar og síma til að skjalfesta breytingarnar. Þegar ferðinni lýkur er hægt að bera myndir sínar og athuganir saman við það sem aðrir gestir hafa lagt fram á undanförnum vikum, mánuðum og árum, setja þær í samhengi við bæði ný og eldri landakort og loks að leggja gögn sín fram svo bæði gestir og vísindamenn geti síðar nýtt sér þau sem heimildir.

Image
Stepman - logo
Image
Vísindaferðaþjónusta - logo