Eitt helsta markmið verkefnisins um vísindaferðamennsku er að hanna og þróa ferðir þar sem fjallað er um breytingar í veðurfari á vettvangi og þátttakendur fá fræðslu um þetta mikilvæga viðfangsefni þar. Hér má finna skipulagðar ferðir með það fyrir augum að auka þekkingu ferðafólksins á áhrifum loftslagsbreytinga og þeim viðfangsefnum og ferlum sem eru í gangi á Íslandi.