Verkefnið um vísindaferðamennsku stendur að hönnun fræðsluefnis um loftslagsvísindi og umhverfisskilning til notkunar í ferðum með áherslu á þessi vísindi.

Breiðamerkurjökull

Breiðamerkurjökull 2121

Það sem koma skal

Þessi sýn listamannsins bregður ljósi á hvernig Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón gætu litið út í framtíðinni, ef hop jökulsins heldur áfram með núverandi hraða, næstu tvö hundruð árin. Hop þessa jökuls og annara á jörðinni stjórnast  af því hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda  safnast fyrir í andrúmsloftinu. Ef lánast að draga verulega úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda  á næstu áratugum mun Breiðamerkurjökull halda áfram að hopa um hríð en að lokum ná jafnvægisstöðu og vera áfram einn af stærstu skriðjöklum Vatnajökuls. Framtíðarafkoma jöklanna  er í okkar höndum í dag.

Það sem koma skal
Jöklarannsókn
Íshellir
Vísindaferðaþjónusta - logo
Deila