Þekking

Verkefnið um vísindaferðamennsku stendur að hönnun fræðsluefnis um loftslagsvísindi og umhverfisskilning til notkunar í ferðum með áherslu á þessi vísindi.

Formfræði og ferlar við mótun jökla

Náttúrustofa Suðausturlands hefur útbúið lýsingar á jöklum landshlutans á grundvelli rannsókna nokkurra íslenskra  jöklafræðinga:

Image
Breiðamerkurjökull

Breiðamerkurjökull 2121

Það sem koma skal

Þessi sýn listamannsins bregður ljósi á hvernig Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón gætu litið út í framtíðinni, ef hop jökulsins heldur áfram með núverandi hraða, næstu tvö hundruð árin. Hop þessa jökuls og annara á jörðinni stjórnast  af því hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda  safnast fyrir í andrúmsloftinu. Ef lánast að draga verulega úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda  á næstu áratugum mun Breiðamerkurjökull halda áfram að hopa um hríð en að lokum ná jafnvægisstöðu og vera áfram einn af stærstu skriðjöklum Vatnajökuls. Framtíðarafkoma jöklanna  er í okkar höndum í dag.

Það sem koma skal

Myndband eftir: Alice Watterson, Kieran Baxter, Snævarr Guðmundsson og Þorvarður Árnason
Byggt á gögnum  frá Jöklahópi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands*, Veðurstofu Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands.

Gerð spálíkana um framtíðarlögun jökla þarfnast sífelldra endurbóta bæði aðferða og mæligagna. Þó niðurstöður líkana séu mismunandi sýna öll að afar mikilvægt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Áhrifin verða ekki einungis að draga úr rýrnun jökla, heldur fyrst og fremst draga úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á náttúru og mannkyn um alla jörðina.

Sérstakar þakkir: Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Rany Bechara, Helgi Björnsson, David Ostman og Finnur Pálsson

Bráðnandi risar

Endurmyndun (e. repeat photography) er aðferð sem notuð er til rannsókna á loftslagsbreytingum, sem og við sjóngervingu (e. visualization) á áhrifum þeirra, til að öðlast betri skilning á því hvernig umhverfið breytist yfir tíma. Aðferðin byggist á því að einstaklingur fari aftur á sama stað úti í náttúrunni til að taka staðlaðar ljósmyndir með hefðbundnum hætti. Slíka endurmyndun með hefðbundnum myndatökuaferðum má einnig efla með því að bæta endurmyndun sem unnin er í sýndarveruleika við aðferðafræðina. Þessi afurð gerir tilraunir með notkun Google Earth Studio sem tæki til endurmyndunar í sýndarveruleika, auk þess að kanna upplifun þess að beita endurmyndun á vettvangi:

Image
Jöklarannsókn

Jöklasögur

Jöklasögur er verkefni í vinnslu um sjónræna framsetningu á stöðu íslenskra jökla. Jöklasögur byggjast á þverfaglegum rannsóknum í því skyni að sýna fram á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla Suðausturlands með fjölbreyttum sýnigögnum. Nú þegar er fyrir hendi sjónræn framsetning á eftirfarandi jöklum:  

Image
Íshellir
Image
Vísindaferðaþjónusta - logo