Vísindaferðamennska er samstarfsverkefni sem veitir staðbundnum fyrirtækjum í ferðaþjónustu stuðning við nýsköpun og þróun ferðavara þar miðlun vísindalegra upplýsinga um loftslagsbreytingar er fléttuð inn í ferðaupplifunina. Þróun slíkra ferðavara skapar tækifæri fyrir ferðamenn til að upplifa raunveruleika loftslagsbreytinga á stöðum þar sem þær eru einna sýnilegastar, það er að segja í íslensku jöklalandslagi.

Verkefnið

Er styrkt af Loftslagssjóði og er samstarfsverkefni þekkingar- og nýsköpunarstofnana, annars vegar, og fyrirtækja sem sérhæfa sig í jöklaferðum, hins vegar, sem öll eru staðsett í sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefnið samanstendur af fimm tengdum verkpökkum:

  • Nýsköpun: þróun á nýjum ferðavörum þar sem miðlun vísindalegra upplýsinga um áhrif loftslagsbreytinga er í forgrunni.
  • Menntun: hönnun og innleiðing stuttra námskeiða fyrir ferðaþjónustuaðila til að auka færni þeirra við miðlun þekkingar á loftslagsbreytingum.
  • Þekking: hönnun og framleiðsla efnis til miðlunar og túlkunar á loftslagsvísindum sem varða friðlýst svæði. 
  • Upplifun: efla áhuga ferðamanna á að gerast virkir þátttakendur í rannsóknum eða vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga á ferðasvæðum.
  • Rannsóknir: greina og vakta framboð og eftirspurn fyrir vísindaferðavörum, sem og þeirri þekkingarmiðlun sem þar fer fram. 

 

Image
""
Image
Vatnajökulsþjóðgarður - logo

Image
Náttúrustofa Suðurlands - logo

Image
Loftslagssjóður - logo

Image
FAS - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu - logo

Image
Fablab Hornafjörður - logo